Heiða Árnadóttir
Söngkona

Ragnheiður (Heiða) Árnadóttir er söngkona og staðarlistamaður Myrkra músíkdaga 2020-2023. Á ferli sínum hefur hún lagt ríka áherslu á flutning nútímatónlistar, sem og þjóðlaga-, djass-, tilrauna, og ljóðatónlistar. Hún hefur frumflutt fjölmörg verk íslenskra tónskálda, þar á meðal eftir Gunnar Karel Másson, Ásbjörgu Jónsdóttur, Hafstein Þórólfsson, Birgit Djupedal, Þórönnu Björnsdóttur, Guðmund Stein Gunnarsson og Þórunni Grétu Sigurðardóttur. Heiða hefur tekið þátt í mörgum uppfærslum á sviðsverkum eins og Elsu alvitru eftir Þórunni Grétu, barnaleikritið Út í kött, Helgu EA2 eftir Ásbjörgu og Einvaldsóð eftir Guðmund Stein Gunnarsson. Heiða var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2020 sem söngkona ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar.