Heleen Vegter
Píanisti

Heleen Vegter stundaði píanónám hjá Frank van de Laar, Marjès Benoist og Frank Peters við tónlistarháskólann í Arnhem í Hollandi. Hún sérhæfir sig í meðleik með söngvurum og hefur sótt masterklassa hjá listamönnum á borð við Ronald Brautigam, Igor Roma, Malcolm Martineau, Angelika Kirschlager, Elly Ameling, Robert Holl og Hans Eijsackers. Hún er Britten-Pears Young Artist og sótti námskeið á þeirra vegum í Aldeburgh á Englandi sumarið 2017. Heleen er eftirsóttur píanisti og meðleikari í heimalandi sínu, Hollandi, og kemur þar reglulega fram ásamt því að sinna kennslu við stúdíóið sitt í Arnhem.