Helga Þóra Björgvinsdóttir

fiðluleikari

Helga Þóra

Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðluleikari, útskrifaðist með Bachelor-gráðu frá Listaháskóla Íslands vorið 2004 þar sem kennarar hennar voru Guðný Guðmundsdóttir og Auður Hafsteinsdóttir. Árið 2007 þreytti hún Diplom-próf frá Listaháskólanum í Berlín (UdK Berlin) og hlaut hæstu mögulega einkunn en þar lærði hún hjá Isabelle Faust og kammertónlist hjá Artemis kvartettinum. Vorið 2013 lauk hún Masters-prófi sínu frá Konunglega tónlistarháskólanum í Brussel þar sem hún stundaði nám hjá Kati Sebestyen. Helga Þóra hefur sótt námskeið til Ítalíu, Frakklands og Þýskalands og hefur numið fiðluleik hjá m.a. Donald Weilerstein, Boris Garlitsky, Laurent Korcia, Stephen Clapp, Almitu Vamos, Suzanne Gessner og Svetlin Roussev. Helga Þóra hlaut fastráðningu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2015. Hún er meðlimur Strokkvartettsins Sigga, kammerhópsins Elektra Ensemble og leikur reglulega með Kammersveit Reykjavíkur og Íslensku Óperunni. Einnig kennir hún við Menntaskólann í tónlist.

Styrktar- og samstarfsaðilar