Hilmar Jensson

Gítarleikari

hilmar.jpg

Hilmar Jensson byrjaði að spila á gítar þegar hann var u.þ.b. sex ára og hóf tónlistarnám ellefu ára. Hann lauk námi við tónlistarskóla FÍH árið 1987, hlaut Bachelor gráðu við Berklee árið 1991 og hlaut einkakennslu frá Mick Goodrick, Jerry Bergonzi, Hal Crook og Joe Lovano. Hann hefur tekið upp og flutt tónlist um víðan völl og hefur komið fram á yfir 50 plötum, þar af 8 sem hljómsveitarstjóri. Hann hefur komið fram í 35 löndum með tríói sínu TYFT, AlasNoAxis (Jim Black), MadLove (Trevor Dunn), Mogil, Outhouse, BMX og mörgum öðrum. Hilmar einnig einn af stofnendnum listasamtakanna Kitchen Motors/Tilraunaeldhússins.

Hilmar hefur komið fram með alls kyns tónlistarfólki og má þar til að mynda nefna: Tim Berne, Andrew D’Angelo, Jim Black, Chris Speed, Skúli Sverrisson, Trevor Dunn, Herb Robertson, Eyvind Kang, Hank Roberts, Marc Ducret, Tom Rainey, Peter Evans, Ben Perowski, Jamie Saft, Ches Smith, Wadada Leo Smith, Arve Henriksen, Audun Kleive, Bugge Wesseltoft, Per Jörgensen, Per Oddvar Johansen, Anders Jormin og fleiri og fleiri.


Styrktar- og samstarfsaðilar