Ingibjörg Azima
Tónskáld, básúnuleikari
Ingibjörg Azima er tónskáld og básúnuleikari með burtfararpróf frá Tónskóla Sigursveins árið 1994. Ingibjörg lagði stund á nám í básúnuleik og útsetningum við tónlistarháskólann í Gautaborg, 1995 – 1999 og eins árs framhaldsnám, 1999-2000, við det kgl.konservatorium í Kaupmannahöfn. Síðar lauk hún einnig námi í kórstjórn frá Uppsalaháskóla 2007 - 08. Ingibjörg hefur starfað sem básúnuleikari og kennari, kórstjóri, lúðrasveitarstjórnandi og tónskáld í Svíþjóð og á Íslandi. Tónsmíðar Ingibjargar Azimu eru fyrst og fremst innblásnar av íslenskri ljóðagerð. Ljóðrænn og þjóðlegur blær einkennir því oft tónsmíðar hennar. Haustið 2015 kom út geisladiskurinn Vorljóð á ýli en hann inniheldur 9 sönglög Ingibjargar við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur. Ingibjörg Azima hefur einnig samið tónlist að beiðni sjálfstætt starfandi tónlistarmanna og hópa, t.d fyrir sópransöngkonuna Margréti Hrafnsdóttur en Margrét hefur frumflutt tónlist eftir Ingibjörgu á fjölmörgum tónleikum. Einnig samdi Ingibjörg lög við ljóð Halldórs Laxness og Snorra Hjartarsonar fyrir Stirni ensemble og var tónlistin við ljóð Snorra Hjartarsonar flutt á sígildum sunnudögum í Hörpu haustið 2017 og á rás 1. Haustið 2018 gaf Ingibjörg út sönglagabókina Varpaljóð á Hörpu en hún inniheldur 10 sönglög fyrir rödd/raddir og píanó við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur en útgáfan var í tilefni 100 ára afmæli ljóðskáldsins. Vorið 2019 samdi Ingibjörg Azima og útsetti tvö verk fyrir stórsveit Reykjavíkur og voru þau flutt á tónleikum sveitarinnar í Hörpu í febrúar og júní sama ár. Haustið 2024 kemur annar hljómdiskur með tónlist Ingibjargar út, Logn, á vegum Odradek records.