Ingibjörg Jara Sigurðardóttir
Leikmynda- og búningahönnuður
Ingibjörg Jara Sigurðardóttir stundaði nám við Universität der Künste í Berlín á árunum 2007 - 2014. Hún lauk Vordiplom- gráðu í búningum hjá Prof. Florence von Gerkan árið 2009 og útskrifaðist með MA-gráðu í leikmynd hjá Prof. Hartmut Meyer í byrjun árs 2014.
Hún hefur unnið sem sjálfstætt starfandi leikmynda- og búningahöfundur í Þýskalandi, Hollandi og á Íslandi, auk þess að taka þátt í myndlistarsýningum og kenna leikmynd við Al-Harah leikhúsið í Beit Jala í Palestínu.
Ingibjörg hefur m.a. verið höfundur leikmyndar fyrir Merlin – oder das Wüste Land (Uni.T Berlin 2011) og höfundur leikmyndar og búninga fyrir Götterdämmerung (Akademie der Künste Berlin 2013), Die Ratten (BAT Berlin og Maxim Gorki Theater Berlin 2011) og Baal (Schaubühne Berlin 2013); Hún hefur verið aðstoðarleikmyndahöfundur m.a. við Deutsche Oper Berlin, Deutsches Schauspielhaus Hamburg, Berliner Ensemble, Borgarleikhúsið og Íslensku Óperuna.
Síðast var hún höfundur búninga fyrir Rigoletto í Opera Zuid í Hollandi 2015 en á haustdögum 2016 verður hún meðhöfundur leikmyndar og búninga fyrir Peter Pan í WLB Esslingen leikárið 2016 – 2017.