Ingvar E. Sigurðsson
leikari
Ingvar Sigurðsson útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1990 og hefur síðan sett mark sitt á íslenskt leiklistarlíf. Hann var fastráðinn við Þjóðleikhúsið um margra ára skeið og hefur einnig starfað hjá Leikfélagi Reykjavíkur og leikhópnum Frú Emelíu svo eitthvað sé nefnt. Ingvar hefur átt þátt í fjölmörgum verkefnum leikhópsins Vesturport sem hann stofnaði ásamt fleirum. Ingvar lék Peer Gynt með Compagnie Irina Brook með hléum frá árunum 2011 til 2018 í Frakklandi og víðar. Hann hefur leikið um fimmtíu hlutverk í innlendum og erlendum kvikmyndum auk hlutverka í stuttmyndum og sjónvarpsþáttum. Ingvar hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir störf sín víða um heim.