Ingveldur Ýr Jónsdóttir
Söngkona

Ingveldur Ýr Jónsdóttir er þekkt nafn í tónlistarlífinu á Íslandi og hefur starfað sem söngkona, söngkennari og kórstjóri í ein 30 ár. Eftir nám í Vínarborg og New York starfaði hún sem óperusöngkona í Evrópu og Bandaríkjunum, auk þess sem hún hefur komið margoft fram á íslensku óperusviði og á tónleikum. Hana má heyra á ýmsum geisladiskum m.a. sólódiskinum Portrett. Ingveldur Ýr rekur sitt eigið söngstúdíó með kennslu og námskeiðum fyrir ýmsa hópa. Áhugi hennar hefur beinst æ meir að kórstjórn og er hún stofnandi Spectrum sem hefur getið sér gott orð.