Jóhann Gísli Ólafsson
Semballeikari

Jóhann Gísli hóf nám í píanóleik við Tónlistarskóla Kópavogs 8 ára gamall, undir handleiðslu Sólveigar Önnu Jónsdóttur. 11 ára gamall hóf hann jafnframt nám í semballeik, undir handleiðslu Guðrúnar Óskarsdóttur. Fyrstu árin var semballinn aðeins aukahljóðfæri en frá árinu 2014 hefur Jóhann Gísli eingöngu einbeitt sér að semballeik. Jóhann Gísli lauk framhaldsprófi í semballeik frá Tónlistarskóla Kópavogs vorið 2018 og leggur nú stund á frekara nám í semballeik meðfram námi í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Jóhann Gísli hefur tekið þátt í ýmsu kammerstarfi auk þess sem hann hefur leikið á sembal með Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins.