Jónas Ásgeir Ásgeirsson

Harmonikkuleikari

Jónas Ásgeir

Jónas Á. Ásgeirsson er klassískur harmóníkuleikari búsettur í Kaupmannahöfn þar sem

hann hefur nýlega lokið meistaranámi við Konunglega danska tónlistarháskólann undir

leiðsögn Geir Draugsvoll, einum virtasta harmóníkukennara-og einleikara í Evrópu.

Jónas hefur unnið til verðlauna sem einleikari og samspilsleikari. Helst má nefna ein af

sigurverðlaununum árið 2015 í einleikarakeppninni Ungir einleikarar á vegum

Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en sem verðlaun flutti hann fyrstur

Íslendinga harmóníkukonsert með SÍ í janúar 2016.

Jónas spilar með nokkrum tónlistarhópum sem hafa haslað sér völl á Íslandi sem

erlendis. Íslenska harmóníkutríóið ítríó sem hefur spilað víða og unnið til verðlauna, t.d.

fyrstu verðlaun í kammerkeppni Konunglega danska tónlistarháskólans. EKKI MINNA

Duo, ásamt sellistanum Andrew Power, kom fram á Myrkum músíkdögum 2020 við afar

jákvæðar móttökur og KIMI ensemble með Þórgunni Önnu Örnólfsdóttur (söngur) og

Katerina Anagnostidou (slagverk), sem hefur nýverið haldið tvenna tónleika á

Sumartónleikum í Skálholti og frumflutt verk staðartónskáldanna, sem í ár voru Þóranna

Björnsdóttir og Gunnar Karel Másson.

Jónas einblínir mikið á að efla ímynd harmóníkunnar sem klassískt hljóðfæri á Íslandi og

kynna möguleika og fjölbreytileika hljóðfærisins. Þetta langtíma ferli telur hann innifela

meðal annars að flytja tónleika með mismunandi efnisskrám á Íslandi og vinna náið

með íslenskum tónskáldum og öðrum tónlistarmönnum. Nú þegar hefur Jónas frumflutt

verk eftir Finn Karlsson og Friðrik Margrétar-Guðmundsson sem og flutt konsert eftir

Þuríði Jónsdóttur með Elju kammersveit og krefjandi einleiksverk eftir Atla Ingólfsson.

Jafnframt vinnur Jónas nú að geisladisk með alíslenskri tónlist samda fyrir klassíska

harmóníku, sem einleiks-og samspilshljóðfæri með Ragnheiði Jónsdóttur, upptökustjóra

og mun vera framleiddur af Dacapo Records. Til þess hefur hann pantað og frumflutt

nýjan konsert frá Finni Karlssyni sem hlaut viðurkenninguna verk ársins á Íslensku

tónlistarverðlaununum 2021. Hann hefur einnig pantað einleiksverk frá Þuríði

Jónsdóttur, sem og enduruppgötvað verk frá merkum tónskáldum eins og Þorkatli

Sigurbjörnssyni og Atla Heimi Sveinssyni sem hafa aldrei verið flutt áður.

Styrktar- og samstarfsaðilar