Jana Björg Þorvaldsdóttir
Ungskáld
Jana Björg er ungskáld frá Reykjavík. Hún hefur skrifað allt sitt líf og gaf út fyrstu bókina sína „Varúð hálka“ fyrir jólin árið 2018. Önnur bókin hennar „Fráblásinn dúnheili“ kom út nú í sumar. Jana hefur séð um ljóðakvöld víðsvegar um Reykjavík síðan í mars á þessu ári. Á þessum kvöldum hafa hin ýmsu ungskáld komið fram og deilt verkum sínum með fólki. Markmiðið með viðburðinum er að veita ungmennum tækifæri til að koma sér á framfæri en fá á sama tíma innblástur og hvatningu til að halda áfram að tjá sig á þennan hátt. Skáldin lesa og svo reynum við að hafa open mic í lokin ef tími gefst.