Jón Ingi Stefánsson
Tenór

Jón Ingi Stefánsson hóf söngnám sitt í Söngskólanum í Reykjavík, hjá Garðari Thor Cortes og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Að því loknu stundaði hann meistaranám í klassískum söng við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi, þar sem Jón Þorsteinsson var hans aðalkennari. Jón Ingi hefur komið fram sem einsöngvari og kórsöngvari, bæði hérlendis og í Hollandi, m.a. með Barbörukórnum, Kordíu, Voces Masculorum og Kór Íslensku óperunnar.