Julia Hantschel
óbóleikari
Julia Hantschel ólst upp í Aachen í Þýskalandi. Hún stundaði nám við Musikhochschule Freiburg im Breisgau, Sibeliusar-akademíunni í Helsinki og í Hochschule für Musik Basel þar sem aðalkennari hennar var Emmanuel Abbühl. Á námsárum sínum kom hún fram með hinum ýmsu hljómsveitum í Sviss og Þýskalandi, ásamt því að taka þátt í Southbank Sinfonia í London í einn vetur. Á árunum 2015 til 2017 vann Julia í Hyogo Performing Arts Center Orchestra (HPAC) í Japan og hélt síðan til Svíþjóðar þar sem hún starfaði sem fyrsti óbóleikari í Wermlandóperunni um skeið.
Julia hefur verið fyrsti óbóleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 2018 og hefur komið fram sem einleikari með Bachcollegium Freiburg, Kammerorchester Basel, Southbank Sinfonia London og Wermlandóperunni.