Julius Ditlevsen
flautuleikari

Julius Ditlevsen (1984) hóf flautunám tíu ára gamall hjá Irene Spranger. Tvítugur að aldri komst hann inn í Konunglega danska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn og lærði þar hjá Toke Lund Christiansen, auk þess að sækja tíma hjá Vincent Lucas, leiðara flautudeildarinnar í Sinfóníuhljómsveit Parísar.
Julius starfar nú sjálfstætt í Kaupmannahöfn í kammerhópum og hljómsveitum, ýmist við klassíska tónlist, balkantónlist og nýlegri og tilraunakennda tónlist. Hann leikur iðulega með Konunglegu dönsku lífvarðarsveitinni og í dúóinu Tvelys, auk þess að vera í samstarfi við flautuleikarann Sofiu Kayaya í verkefninu AGENDA:FLAUTA.
Julius er annt um að kynna börn fyrir klassískri tónlist og hefur unnið að ýmsum tónleikum þar sem klassísk tónlist og sagnalist er fléttuð saman og börnin taka þátt í viðburðinum með ímyndunarafli og leik.