Kristinn Sigmundsson

Bassi

Kristinn Sigmundsson

Kristinn Sigmundsson bassi hefur starfað sem söngvari síðan 1984. Fyrst hér heima, en frá árinu 1989 hefur starfsvettvangur hans að mestu leyti verið erlendis.

Hann hefur komið fram í flestum stærstu óperu- og tónlistarhúsum heims, t.d. Metropolitan óperun- ni í New York, Staatsoper í Vínaborg, La Scala, Covent Garden, Opéra National í París, Deutsche Oper og Staatsoper í Berlin, Royal Albert Hall í London, Concertgebouw í Amsterdam, svo nokkuð sé nefnt.

Síðustu tvö árin hefur hann m.a. sungið í Don Carlo í Ríkisóperunni í Hamborg og Íslensku óperun- ni, Don Giovanni á Ravinia Festival í Chicago, Brúðkaup Fígarós í Ravinia og Óperunni í Los An- geles, Hollendingnum fljúgandi í Ravinia og óperunni í Strasbourg og The Ghosts of Versailles og Rakaranum frá Sevilla í Los Angeles óperunni, Guillaume Tell í Hamborg og Die Walküre í Dallas.

Kristinn er auk þess mikilvirkur konsert- og ljóðasöngvari. Skemmst er að minnast tónleika hans með Sinfóníuhljómsveit Íslands í upphafi þessa starfsárs.

Meðal viðurkenninga sem Kristinn hefur hlotið eru:

1983: Philadelphia Opera prize og Opernwelt-verðlaunin í Belvedere óperusöngvarakeppninni í Vín 1991: Stämgaffeln - Det klassiska svenska fonogrampriset 1995: Íslensku tónlistarverðlaunin 1995: Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 2005: Bæjarlistamaður Kópavogs 2010: Íslensku tónlistarverðlaunin 2011: Íslensku tónlistarverðlaunin 2011: Útflutningsverðlaun Forseta Íslands og Íslandsstofu 2015: Grímuverðlaun - Söngvari ársins 2016: Íslensku tónlistarverðlaunin - Heiðursverðlaun.

Styrktar- og samstarfsaðilar