Kvennakórinn Katla
Kvennakór

Kvennakórinn Katla var stofnaður árið 2012 af konum sem vildu hittast reglulega, syngja saman og stuðla að valdeflandi samfélagi kvenna í gegnum söng. Kórinn telur tæplega 90 konur, flestar á aldrinum 20-45 ára, sem koma úr ýmsum áttum og eiga það sameiginlegt að njóta söngs og sköpunar með hugrekki og kraft að leiðarljósi. Kórinn tekst á við ólíkan tónlistarstíl óhikað og fer ótroðnar slóðir í útsetningum og sviðsframkomu. Allir kórmeðlimir eru virkir þátttakendur í sköpuninni og er reynt að finna það sérstaka í hverri og einni og það nýtt til að gera samhljóm kórsins einstakan. Meðlimir kórsins láta sig samfélagið varða, styðja við hvers konar jafnréttisbaráttu og leggja góðgerðarmálum lið.