Lilja Cardew

myndhönnuður

Lilja Cardew

Lilja Cardew er fjölhæf myndlistarkona og myndhöfundur og hefur bæði kennt, starfað við og sýnt sjónlistir og teikningu þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum með málverk; akrýl, vatnsliti, blek og blandaða tækni, en einnig videóverk með frumsaminni tónlist. 

Í júní 2022 vann Lilja fyrstu verðlaun í árlegri hönnunarkeppni, Penguin Cover Design Award, með bókakápu sinni Diary of a Young Naturalist eftir Dara McAnulty. Höfundur bókarinn skrifaði þetta um bókakápu Lilju: „Lilja‘s design has stunningly embodied the core of Diary, by elevating what we see every day. The angle, which I have positioned myself in for most of my childhood watching insects and listening to every sound, is perfectly captured here. There‘s a special order about the design that really appeals to me, the lines have a wild logical sequence. I love it!“

Lilja hefur sterka tengingu við náttúruöflin og segir sjálf að það komi skýrast fram í því hvernig hún taki eftir smáatriðunum í umhverfi sínu, eða eins og hún segir sjálf: „Að alast upp á Íslandi, þar sem hrá orka náttúrunnar minnir stöðugt á sig, bæði í stórkostlegri fegurð og í ýktu veðurfari, hefur markað mig sem myndlistarkonu, því ég er ávallt meðvituð um litlu stundirnar sem dagar okkar byggjast á.“

Styrktar- og samstarfsaðilar