Lilja Dögg Gunnarsdóttir
Mezzósópran og kórstýra
Lilja Dögg Gunnarsdóttir, mezzósópran/kórstýra, lauk burtfarar- prófi fráSöngskólanum í Reykjavík árið 2010 undir handleiðsu Elísabetar F. Eiríksdóttur og Mastersprófi frá LHÍ Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi þar sem hún sérhæfði sig í skapandi kórstjórn.
Hún starfar eingöngu við tónlist og kemur reglulega fram sem einsöngvari í ýmsum verkum og verkefnum, dæmi væru aðalsöngkona í Umbru, sem sérhæfir sig í fornri tónlist í eigin útsetningum og hefur gefið út þrjár plötur. Nýlega, 2021, flutti hún Lamentations of
Jeremiah eftir barokktónskáldið Zelenka ásamt barokkbandi leitt af Grími Atlasyni klarinettuleikara. Enn fremur alt sóló og kórsöngur í Jóhannesarpassíu með Cantoque 2019, alt sóló í Schnittke Requiem (2019), einsöngur í Bach kantötu með Cantoque í Skálholti, (2018), alt sólóisti Vesper Rachmninoff (2018), Vivaldi kantötu með Barokkbandinu Brák, flutning á Blóðhófnir, eftir Kristinu Þóru Haraldsdóttur, á listahátið 2016. Lilja Dögg er virk í kórastarfi og ásamt því að vera meðlimur í sönghópnum Cantoque syngur hún íSchola
Cantorum og hefur starfað við útfararsöng síðastliðin ár. Einnig hefur hún tekið þátt í uppfærslum íslensku óperunnar, nú síðast á “Brothers” eftir Daníel Bjarnason.
Hún stjórnar, ásamt Hildigunni Einarsdóttur, Kvennakórnum Kötlu sem hefur getið sér gott orð undanfarin misseri. Ennfremur stjórnar hún Graduale kór Langholtskirkju. Einnig starfar hún við upptökutengd verkefni, listræna stjórnun og útsetningar á kórtónlist.