Nina Hitz
Sellisti

Nína Hitz fæddist í Sviss en býr og starfar í Hollandi. Hún lauk framhaldsnámi í barokksellóleik frá Konunglega konservatoríinu í Den Haag.
Í tónlistariðkun sinni, leitast Nína við að leita að því óþekkta í lífinu og tónlistinni og leggur einnig áherslu á flutning á barokktónlist. Nína spilar auk þess gjarnan tilraunakennda tónlist, spuna og er virk í tónlistarleikhússenunni.
Nína er meðlimur í Belfontis-hópnum ásamt fortepianó-leikaranum Kaoru Iwamura en þær sérhæfa sig í snemmrómantískri tónlist. Hún spilar einnig reglulega með Traces and Resonances með dansaranum Sato Ergo.
Nína hefur tekið þátt í tónlistarleikhús- og danssýningum með Orkater, Olivier Provily, Het Barre Land, Scapino Ballet Rotterdam, les Ballets C de la B, Opera2Day og píanókvintettnum SOUNDS.