Pétur Grétarsson
slagverk
Pétur Grétarsson lærði allskonar í músík í Tónlistarskólanum í Reykjavík og síðar í Berklee College of Music í Boston. Starfandi tónlistarmaður frá 1985. Meðal annars í hlutastarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Kennari í tónfræði, slagverki, samleik, skapandi hlustun og atburðastjórnun við Tónlistarskóla FíH. Stofnmeðlimur slagverkssveitarinnar Benda 1998. Víðtæk reynsla af tónlist í leikhúsum. Flytjandi í fjölmörgum uppfærslum leikrita og söngleikja. Höfundur tónlistar og flytjandi í mörgum sýningum bæði í Þjóðleikhúsi og Borgarleikhúsi. Framkvæmdastjóri íslensku tónlistarverðlaunanna frá 2006-2011. Stjórnandi Jazzhátíðar Reykjavíkur frá 2007-2014.
Dagskrárgerð í útvarpi með áherslu á þvermúsíkalska þáttargerð. Gullfiskurinn, Hátalarinn, Hitaveitan, Morgunverður meistaranna og Víðsjá auk fjölda sérþátta um íslenska og erlenda tónlist frá 1987. Heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar 2018.