Pálína Jónsdóttir
Leikstjóri
Pálína Jónsdóttir er leikhús-og óperuleikstjóri. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í leikstjórn frá leikstjórnardeild Columbia háskólans í New York árið 2017, þar sem hún hlaut námstyrki og viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur. Pálína er stofnandi og listrænn stjórnandi alþjóðlega leikhópsins Reykjavík Ensemble. Reykjavíkurborg útnefndi Reykjavik Ensemble Listhóp Reykjavíkur árið 2020 og leikhópurinn fékk tilnefningu til Grímunnar sem Sproti ársins 2020. Sviðsverk og kvikmyndir Reykjavík Ensemble byggja á rannsóknum á menningarlegri fjölbreytni og eru unnar í nánu samstarfi við fjölþjóðlega sviðslistamenn. Fyrir Reykjavik Ensemble hefur Pálína leikstýrt, Opening Ceremony (2019), Polishing Iceland og Ég kem alltaf aftur (2020) ásamt listrænu stuttmyndunum The Encounter (2020) og Liminality (2021), sem valin hefur verið á Toronto International Women's Film Festival. Pálína sviðsetti tónlistarverkin The Little Match Girl Passion og Death Speaks eftir David Lang fyrir Óperudaga sem tilnefnt var til Íslensku Tónlistarverðlaunanna sem Tónleikaviðburður ársins. Pálína leikstýrði Ég heiti Guðrún eftir Rikke Wölch í Þjóðleikhúsinu, Trouble in Tahiti eftir Leonard Bernstein fyrir Óperudaga í Tjarnarbíó og Í hennar skóm eftir Svanlaugu Jóhannsdóttur í Tjarnarbíó. Í New York leikstýrði hún Courtyard eftir Tanya Lorentson í Theatre Row, Darkside eftir Tom Stoppard og Pink Floyd fyrir Burning Coal Theatre Company í Norður Karólínu, aðstoðarleikstýrði óperunni Hollendingurinn fljúgandi eftir Richard Wagner fyrir óperuhúsið í San Jose í Kaliforníu og leikstýrði Sleepwalking in the Nether World eftir Jacob Hirdwall í Theatre Row í New York. Útskriftarsýning hennar frá Columbia háskólanum, Babette’s Feast (2017), var sýnd í Connelly leikhúsinu í New York. Hún leikstýrði Playing the Queen eftir Antti Mikkola fyrir The Scandinavian American Theater Company í New York og var aðstoðarleikstjóri óperuleikverksins Mata Hari eftir Paul Peers & Matt Marks fyrir Prototype Festival í NYC, og var í starfsnámi hjá Robert Lepage og Kaija Saariaho við uppsetningu á L´amour de Loin á Metrópolitan óperunni í New York. Fyrir leiksvið Columbia háskólans leikstýrði Pálína Draumleik eftir August Strindberg, Þremur systrum eftir Anton Chekhov og Dauðasyndunum eftir Bertolt Brecht. Hún lék og leikstýrði Grímuverðlaunaverkinu Völvu sem hún framleiddi í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Pálína á að baki starfsferil sem leikari bæði á innlendri sem erlendri grundu á sviði og í kvikmyndum. Pálína lauk dans-og danshöfundanámi frá CNSMD í Lyon, leikaranámi frá Leiklistarskóla Íslands og diplómanámi á meistarastigi í leiklistarkennslu frá Listaháskóla Íslands. www.palinajonsdottir.com, www.reykjavikensemble.com