Sew Flunk Fury Wit
Leikfélag

Leikfélagið Sew Flunk Fury Wit sérhæfir sig í tilraunakenndu brúðu-, gjörninga- og tónlistarleikhúsi þar sem áhrifa gætir frá óperu, nýbrúðugerð (e. neo-puppetry) og gagnvirkni. Stofnandi þess er Svend E Kristinsen sem á að baki sér margra ára reynslu af framleiðslu, vinnu við gjörningaleikhús, hljóðhönnun, dans, leik og leikbrúðugerð.