Sibylle Köll
Leikstjóri
Sibylle Köll stundaði ballett- og tónlistarnám frá sex ára aldri í heimalandi sínu, Austurríki. Hún stundaði dansnám við Hogeschool voor de Kunsten Arnhem í Hollandi og söngnám við Konunglega konservatoríið í Den Haag í Hollandi og Söngskólann í Reykjavík og lauk þaðan bæði einsöngvaraprófi og söngkennaraprófi.
Sibylle hefur starfað sem kennari í söngtækni og sviðslistum við Söngskólann í Reykjavík. Hún hefur víða komið fram sem einsöngvari, m.a. í Íslensku óperunni, með Óperukórnum og við ýmsar kirkjulegar athafnir og tónleika. Sibylle hefur einnig unnið með Íslenska dansflokknum og kennt nútímajazz og ballet. Hún hefur unnið að sviðsetningum með Nemendaóperu Söngskólans, bæði sem danshöfundur og leikstjóri.