Sigurður Halldórsson

Sellóleikari

Sigurður Halldórsson

Sigurður Halldórsson nam sellóleik og söng í Reykjavík og síðar við Guildhall School of Music and Drama í London. Sigurður starfar meðal annars með Caput hópnum, Voces Thules, Symphonia Angelica og Camerarctica. Hann hefur komið fram á alþjóðlegum listahátíðum víða um Evrópu, Norður-Ameríku, Kína og Japan. Sigurður hefur unnið í leikhúsi, m.a. að nokkrum tilraunasýningum í dans- og músikleikhúsi og verið mjög virkur í alls kyns spunatónlist bæði sem flytjandi og kennari. Hann var einn af stofnendum 15:15 tónleikasyrpunnar sem sett var á fót árið 2002. Sigurður hefur sérhæft sig í flutningi tónlistar fyrri tíma með upprunalegum hljóðfærum. Helstu samstarfsmenn á því sviði hafa verið Helga Ingólfsdóttir, Ann Wallström, Bruno Cocset, Peter Spissky og Jaap Schröder, en þeir léku saman í tvo áratugi í Skálholtskvartettinum. Sigurður var listrænn stjórnandi Sumartónleika í Skálholtskirkju frá 2004 - 2014. Sigurður er prófessor við Listaháskóla Íslands og fagstjóri í sam-evrópska NAIP meistaranáminu (New Audiences and Innovative Practice).

Styrktar- og samstarfsaðilar