Soraya Nayyar
Páku- og slagverksleikari

Soraya Nayyar, slagverksleikari, fæddist í Bretlandi en ólst upp og hóf tónlistarnám sitt í Póllandi. Hún lauk námi frá Universität der Künste í Berlín og er nú pákuleikari og leiðari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Soraya hefur leikið með ýmsum velþekktum hljómsveitum á borð við Beethoven Orchester Bonn, Komische Oper Berlin, Konzerthaus Orchester Berlin og Staatsoper Hannover. Hún hefur sérstakan áhuga á kammertónlist ásamt því að leika og kynnast nýjum og ólíkum stílum og tegundum tónlistar. Á Íslandi hefur hún komið fram með Caput, Kammersveit Reykjavíkur og Elju Ensemble. Þar að auki hefur hún komið á fót sinni eigin tónleikaröð, The Chamber Express.
Mynd: Paraconsistentprints