Steiney Sigurðardóttir

selló

Steiney Sigurðardóttir er fædd árið 1996. Hún hóf sellónám 5 ára gömul hjá Örnólfi Kristjánssyni og var nemandi hans í átta ár við Suzuki tónlistarskólann í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins. Hún lauk framhaldsprófi vorið 2012 undir handleiðslu Gunnars Kvaran, aðeins 16 ára gömul. Frá áramótum 2013 til ársins 2015 var hún nemandi Sigurgeirs Agnarssonar við Listaháskóla Íslands og við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hún útskrifaðist með burtfararpróf. Steiney hlaut styrk Halldórs Hansen fyrir framúrskarandi námsárangur og fyrir burtfararpróf sitt. Hún hóf nám 2016 í Tónlistarháskólanum í Trossingen þar sem hún lærði í fjögur ár undir handleiðslu Prof. Francis Gouton. Steiney hefur leikið einleik með Hljómsveit Tónlistarskóla Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Síðan 2019 hefur hún gegnt starfi staðgengils leiðara í sellódeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Styrktar- og samstarfsaðilar