Tríó Kamína
Kópavogsbúar mega búast við að sjá og heyra Tríó Kamínu á hinum ýmsu stöðum í bænum meðan á hátíðinni stendur en stúlkurnar þrjár stunda söngnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og koma fram við hin ýmsu tækifæri.
Tríóið Kamína kom fyrst saman sumarið 2015 á masterclass námskeiði hjá Jóni Þorsteinssyni. Þar sungu þær saman hlutverk drengjanna þriggja úr Töfraflautunni.
Það kemur nú aftur saman sérstaklega fyrir Óperudaga í Kópavogi. Meðlimir þess eru Ásta Marý Stefánsdóttir, Freydís Þrastardóttir og Valgerður Helgadóttir. Þær eru allir söngnemendur við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins og hafa tekið þátt í uppfærslum af óperum og sönleikjum, auk þess sem þær hafa reynslu af kórstörfum.
Kamína syngur a cappella lög frá ýmsum áttum og bindur sig ekki við ákveðna tónlistarstefnu.