Hlustað á móður jörð - Ljóðlist, tónlist og íhugun

Grensáskirkja · þri 30. okt kl. 19:30
Grensáskirkja · fim 31. okt kl. 19:30
hlustad_web.png

Námskeiðið fer fram miðvikudag og fimmtudag 30. og 31. október kl. 19.30 – 22.00 í Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík. Hámarks þátttökufjöldi er 20 manns. Skráning fer fram á netfanginu hlustaðamoðurjord@gmail.com.  Þátttökugjald: 2000 kr.
 
Námskeiðið gengur út á að líta inn á við, íhuga og túlka líðan okkar varðandi móður jörð.
Hlustað verður á þögnina á djúpstæðan hátt í íhugun, ljóð lesin eftir lestraríhugunaraðferð, innihaldsríkum samræðum stýrt í gagnræðum og sungin spunaverk tónskáldsins Pauline Oliveros. Allir sem eru 18 ára og eldri eru velkomnir.
 
Aðferðir: Hlustunaræfingar, spunaæfingar og tónverk tónskáldsins Pauline Oliveros úr bók hennar Deep Listening. Æfingarnar henta fólki hvort sem það hefur tónlistarnám að baki eða ekki.
Íhugunaraðferðin Kyrrðarbæn (Centering Prayer) á forsendum hvers og eins eða hver sú íhugunaraðferð sem hentar hverjum og einum.
Lectio Divina er aldagömul aðferð við að lesa í íhugun og kemur úr klausturhefð.
Gagnræður (Bohm Dialogue) sem er aðferð til að eiga innihaldsríkar samræður sem vísindamaðurinn Bohm þróaði.
 
Um okkur: Umsjónaraðilar námskeiðsins eru Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Erla Björg Káradóttir, Henning Emil Magnússon og Sigurlín Bjarney Gísladóttir.Við erum öll með bakgrunn í tónlist. Henning Emil hefur lært á gítar, Sigurlín Bjarney á píanó en Bylgja Dís og Erla Björg eru óperusöngkonur. Við höfum verið virk í íhugunarstarfi, sótt námskeið tengd íhugun, staðið fyrir viðburðum og leitt íhugunarhópa. Erla Björg er auk þess markþjálfi og Sigurlín Bjarney er rithöfundur sem hefur gefið út sjö bækur, núna síðast ljóðabókina Undrarýmið. 

Þátttakendur

Styrktar- og samstarfsaðilar