Little Match Girl Passion & Death speaks

Fríkirkjan · fös 1. nóv kl. 20:00
LittleMatch_200.png

Miðasala hér

David Lang er eitt mest flutta núlifandi tónskáld Bandaríkjanna en á tónleikunum í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 1. nóvember verða flutt tvö verk eftir hann; Little Match Girl Passion og Death speaks. Að tónleikunum loknum mun Helgi Rafn Ingvarsson rabba við tónskáldið sjálft um líf hans og list en hann verður staddur á landinu í tilefni hátíðarinnar.

Aðstandendur Ljóðadaga völdu þessi tvö verk til þess að bjóða áheyrendum að staldra við, líta inn á við og njóta þessarar fallegu og tregafullu tónlistar á Allraheilagramessu. Inntak verkanna kallast á við þema hátíðarinnar, „ljóð fyrir loftslagið“ á margvíslegan hátt enda er oft rætt um fátækt, illsku, von, dauðann, ást og örlög barna, þegar loftslagsmálin bera á góma.

Eftir tónleikana geta gestir hlýtt á listamannaspjall við tónskáldið sjálft, David Lang, en umsjón með því hefur Helgi Rafn Ingvarsson

Almennt miðaverð 3900
Nemendur og eldri borgarar: 3200

Með hverjum keyptum miða gróðursetjum við eitt tré í samstarfi við Kolvið. (www.kolvidur.is)

David Lang hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 2008 fyrir verkið Little Match Girl Passion en efniviðinn sótti hann í söguna um Litlu stúlkuna með eldspýturnar eftir H.C.Andersen sem og Mattheusarpassíu J.S.Bach.

Um verkið hefur David Lang skrifað sjálfur:

„Ég vildi segja sögu - þessa sérstöku sögu um Litlu stúlkuna með eldspýturnar eftir danska rithöfundinn Hans Christian Andersen. Upprunalega sagan er að því er virðist fyrir börn og í henni birtist átakanlegur samtvinningur af hættu og siðferði sem finna má í mörgum barnasögum. Ung stúlka sem verður fyrir barsmíðum frá föður sínum og reynir án árangurs að selja eldspýtur á götunni. Enginn virðir hana viðlits og hún frýs til dauða. Í gegnum þrautirnar þó ávallt skín kristilegur hreinleiki stúlkunnar í gegn en saga hennar er ekki falleg.

Það sem dró að verkinu er það að styrkur þess liggur ekki í söguþræðinum sjálfum heldur þeirri staðreynd að í öllum þáttum - hörmunginni og fegurðinni - skiptast andstæður stöðugt á. Napurleg staða stúlkunnar er lituð af ljúfum minningum frá fortíðinni og í fátækt hennar finnst líka gnægð vonar. Á milli þjáningarinnar og vonarinnar er einhvers konar barnslegt jafnvægi. Verkið mitt heitir Passía litlu stúlkunnar með eldspýtunnar en þar er saga H.C.Andersen sett fram á svipaðan hátt og Mattheusarpassía J.S.Bach [...]. Textinn er eftir mig sjálfan en fyrirmyndirnar eru textar eftir H.C. Andersen, H.P Paulli (sem þýddi söguna fyrst á ensku árið 1872), Piander, textahöfund Mattheusarpassíu Bachs sem og Mattheusarguðspjallið. Orðið passía á rætur sínar að rekja til latneska orðsins yfir þjáningu. Það er enginn Bach í verkinu mínu og enginn Jesús - þjáningu litlu stúlkunnar hefur verið skipt út fyrir þjáningu Jesú og þannig lyft upp (að ég vona) á hærra plan“.

Um Death speaks ritar tónskáldið á heimasíðu sinni:

„Carnegie Hall and Stanford Lively Arts pöntuðu verkið Death speaks til að para með Little Match Girl Passion á tónleikum. Með pöntuninni voru engin skýr fyrirmæli og þess vegna þurfi ég að svara ýmiss konar spurningum.[...] Átti verkið að tengjast litlu stúlkunni í gegnum tónlistina eða tilfinningar eða átti það að standa sér á báti?

Það sem mér fannst ávallt athyglisvert varðandi söguna um Litlu stúlkuna með eldspýturnar var hversu langt tilfinninga frá stúlkunni sjálfri hlustandinn er skilinn eftir í lok verksins. Áheyrendur eru í sárum í lok sögunnar sem er mjög ólíkt þeim stað sem stúlkan sjálf er á þegar hún skilur við; hún hefur umbreyst og er komin í hlýjan og elskandi faðm ömmu sinnar á himnum. Í lok upprunalegu sögunnar er farið fram og til baka á milli stúlkunnar og lesandans, kannski til þess að sýna fram á hversu langt við, lesendurnir, eigum í land frá okkar syndaaflausn.

Þetta minnti mig á hinn mikla mun á milli hinn lifandi og dauðu og ég mundi vel eftir ljóði Schuberts; “Dauðinn og stúlkan“ þar sem textanum er skipt í tvennt; í byrjun heyrum við rödd ungu stúlkunnar og hvernig hún biður Dauðann um að verða á vegi hennar en í seinni hlutanum heyrum við róandi svar hans til hennar. Þetta virtist vera svipað og í sögu Andersen - lífsóttinn kallast ætíð á við hvíldina sem býr í dauðanum.

Það áhugaverða í verkum Schuberts er að þar er Dauðinn persónugerður. Það er ekki ástand, staður eða myndhvörf heldur persóna, karakter í dramatísku verki sem getur sagt okkur við hverjum við megum búast við í því sem koma skal, öðrum heimi. Margir ljóðatextar sem Schubert samdi söngljóð sín við, eru á þessum nótum - ég ákvað að safna saman öllum textunum þar sem Dauðinn talaði beint til okkar til þess að athuga hvort hægt væri að búa til skýrari mynd af persónu hans. Flestir þessara texta eru melódramatískir, hýperrómantískir eða afar tilfinningasamir; Schubert samdi einmitt suma fallegustu tónlistina sína við verstu ljóðlistina. Engu að síður fannst mér ég þurfa að taka til það sem Dauðinn hafði að segja og athuga hvort það leiddi mig á athyglisverðan stað.

Ég fór í staðrófsröð í gegnum hvern einasta þýskan ljóðatexta sem Schubert samdi söngljóð við (takk, Internet!) og safnaði saman öllum brotunum þar sem dauðinn sendir skilaboð til þeirra sem lifa. Sum brotanna eru skýr, önnur óskýrari - Dauðinn er karakter í Álfakónginum; lækurinn í lokin á Malastúlkunni fögru talar í nafni Dauðans þegar hann sannfærir malarann um að taka eigið líf; löngum hefur verið litið á manninn með lírukassann í Vetrarferðinni sem staðgengil dauðans. Ég notaði brot úr 32 söngljóðum, þýddi þau lauslega og stytti eins og ég gerði við textana í Little Match Girl Passion.



Þátttakendur

listrænn stjórnandi og söngkona
söngkona
söngkona
leikstjóri

Styrktar- og samstarfsaðilar