Ljóðasmygl og skáldarán

Norræna húsið · fim 31. okt kl. 13:15
Kaldalón · sun 3. nóv kl. 20:00
AuðurÞyri copy.jpg

Ljóðasmygl og skáldarán er sönglagaflokkur fyrir rödd og píanó sem saminn er upp úr samnefndri ljóðabók Andra Snæs Magnasonar. Ástin, náttúran og gangur himintunglanna er eins og rauður þráður gegnum öll ljóðin. Æskan og einlægnin lita jafnframt mörg þeirra en aldrei er langt í sjálfsháð og jafnvel svargráan húmor.

Í raun er um að ræða æskuverk beggja höfunda, sem þó teljast líklega ekki af sömu kynslóð.

Nöfn þeirra ljóða sem tónsett eru í flokknum:

Snerting

Haust

Sólir og ég

Hringrás

Vorljóð um hrossagauk

Myndir af Melrakkasléttu


Þátttakendur

píanóleikari

Styrktar- og samstarfsaðilar