Loftslagssúpa, tónar og spjall
Árni Ólafur Jónsson úr Hinu blómlega búi lagar heita loftlagsssúpu úr íslensku hráefni í hádeginu alla hátíðardagana í Norræna húsinu. Þar geta gestir fengið sér súpu, tekið þátt í spjalli við góða gesti frá klukkan 12.30 - 13:00 og suma dagana verður boðið upp á örtónleika í sal Norræna hússins að loknu spjalli.
Krónan leggur til „síðasta séns“ - grænmeti í súpuna.
Súpan er í boði þar til potturinn tæmist!
Miðvikudagur 30. október
Opnun Ljóðadaga á Hátíðarsal HÍ, öllum er boðið í loftslagssúpu eftir þá.
Fimmtudagur 31. október
Gestur í spjalli: Andri Snær Magnason, rithöfundur.
Ljóðarán og skáldasmygl - örtónleikar í sal Norræna hússins
Föstudagur 1. nóvember
Gestur í spjalli: Rakel Garðarsdóttir, Jón Svavar Jósefsson kveður rímur
Harmljóð Snæfellsjökuls eftir Helga Rafn Ingvarsson verður flutt að spjalli loknu í sal Norræna hússins.
Laugardagur 2. nóvember
Hampfélagið kemur í heimsókn
Sunnudagur 3. nóvember
Ragnhildur Freysteinsdóttir hjá Kolviði mun vera með kynningu á starfsemi Kolviðar, en Kolviður er sjóður sem miðar að því að gera fólki kleift að jafna kolefnislosun með því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi. Stofnaðilar Kolviðar eru Skógræktarfélag Íslands og Landvernd.