FIDELIO - ATLAGA AÐ ÓPERU
Norðurljós, Hörpu · fös 27. ágú kl. 20:00
NARVA OPERA DAYS, Eistlandi · lau 11. sep kl. 19:00
Norðurljós, Hörpu · fös 19. nóv kl. 20:00
Norðurljós, Hörpu ·
Miðasala á aukasýningu 19. nóvember hefst von bráðar!
Afleiðingar frelsissviptingar, hlutverk kynjanna, ást og grimmd eru viðfangsefnin í uppfærslu Óperudaga á Fidelio, einu óperunni sem Ludwig van Beethoven samdi. Aðstandendur Óperudaga, klassískir atvinnusöngvarar úr mismunandi áttum taka hér höndum saman og gera atlögu að þessu stórvirki tónbókmenntanna með ástríðu, reynslu og sönggleði að vopni. Verkið er hér sýnt í styttri útgáfu og í útsetningu Daniel Schlosbergs fyrir 7 manna hljómsveit.
Upphaflega var ætlunin að sýna verkið á 250 ára afmæli tónskáldsins en núna er Beethoven orðinn 251 árs og það kemur varla að sök. Óperan hefur aðeins einu sinni verið flutt í tónleikaformi á Íslandi, árið 1981.
Leonore leitar eiginmanns síns Florestan sem ómennið Pizarro heldur föngum. Hún dulbýr sig sem karlmaður, tekur upp nafnið Fidelio og kemur sér í mjúkinn hjá undirmanni Pizarro, Rocco. Marzelline dóttir Rocco verður ástfanginn af Fidelio á meðan að vonbiðill hennar Jacquino gerir allt til að ná athygli hennar. Á meðan bíður Florestan örlaga sinna.